LAUNCH X-431 EURO PRO4

495.000kr.

X-431 EURO PRO 4 er ný greiningartölva frá LAUNCH. Hún byggir á fyrstu greiningartölvunni frá LAUNCH sem var sérstaklega hönnuð fyrir Evrópumarkað, X-431 EURO TAB.

EURO PRO 4 er öflug spjaldtölva sem les bíla frá 77 framleiðendum og yfir 3.000 tegundir af bílum. Með þessari greiningartölvu eru fáar bilanir sem ekki hægt að greina og enn færri bílar.

Hönnun EURO PRO 4 miðar að því að hún sé þægilegur vinnufélagi. Viðmótið er aðgengilegt og hraðvirkt. Tölvan sjálf er í traustum kassa sem með gúmmí umgjörð, sem tryggir að þægilegt er að halda á henni.