Lausnirnar okkar
Markmið car.is er að bjóða spennandi og gagnlegar vörur fyrir bifvélavirkja og bílaáhugamenn. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á litla yfirbyggingu til að geta boðið hagstæð verð. Í dag bjóðum við gott úrval af mjög fullkomnum OBD II greiningartölvum sem hafa slegið í gegn hjá verkstæðum. Almennt getum við boðið vörur á sambærilegu verði og annar staðar í Evrópu. Við leggjum áherslu á að bjóða eingöngu ósvikna vöru sem keypt er beint af framleiðendum. Þetta gerum við því við vitum að viðskiptavinir okkar eru fagmenn sem þurfa örugg tæki, góða þjónustu og viðgerðaþjónustu.
Upphaf car.is má rekja til ársins 1997 þegar við byrjuðum að þjónusta verkstæði með OBD II lesurum. 2010 verða þáttaskil þegar við gerum samstarfssamning við LAUNCH og byrjuðum að selja Diagun greiningartölvuna. 2011 fékk car svo umboð við Autel greiningatölvur, en hætti sölu á þeim árið 2016.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrstu LAUNCH bilanagreiningartölvurnar Diagun komu á markaðinn. LAUNCH hefur verið í farabroddi með að kynna nýjar og öflugar lausnir fyrir verkstæði. Það sem greinir LAUNCH frá öllum öðrum fyrirtækjum sem selja greiningartölvur er fjöldi uppfærslna sem koma á hverju ári. Þær eru yfir 500, eða a.m.k. 10 á viku. Þetta þýðir að LAUNCH greiningartölvurnar lesa fleiri bíla, því sífellt eru nýir bílar að bætast við.
Frá upphafi höfum við einbeitt okkur að því að kynna og selja vörur til bílaverkstæða um allt land. Í dag finnst varla það verkstæði sem er ekki að nota einhverja lausn frá car.is.