Bilanagreiningartölvur fyrir fagmenn
LAUNCH er leiðandi í framleiðslu á bilanagreiningartölvum fyrir fagmenn. Yfir 20 ára reynsla skilar sér í öflugari og snjallari greiningartölvum. X-431 lesið nær alla fólksbíla sem eru framleiddir í heiminum. X-431 bilagreiningartölvur fá uppfærslur oft í viku, sem bæta við getu þeirra til bilanagreininga og bæta við nýjum tegundum bíla.
LAUNCH EURO LINK nýjasta X-431 tölvan
X-431 EURO LINK er nýjasta bílagreiningrtölvan frá LAUNCH. Hún er með enn öflugari vélbúnaði og hugbúnaðurinn er sérstaklega aðlagaður fyrir evrópskan markað. EURO LINK er heildarlausn fyrir bílaverkstæði.
EURO LINK les bíla frá yfir 100 framleiðendum og yfir 3.000 tegundir af bílum. Með þessari greiningartölvu eru fáar bilanir sem ekki hægt að greina.
Aðalsmerki LAUNCH er öflug greiningartækni og stöðugar uppfærslur. LAUNCH gefur út hátt í 1.000 uppfærslur á hverju ári, sem tryggir að hægt er að greina nýjan búnað í bílum fljótlega eftir að sá búnaður fer að sjást í bílum. Enginn framleiðandi kemst með tærnar þar sem LAUNCH er með hælana í uppfærslum.
Með EURO LINK er enn bætt við þjónustuaðgerðir sem hægt er að framkvæma beint úr aðalvalmynd. Eru þær nú orðnar 23. Sjá nánar hér fyrir aftan.
Hér er hægt að skoða lista yfir alla framleiðendur sem LAUNCH EURO LINK les og skoða þjónustuaðgerðir [hér – opnast í nýjum glugga]
Hönnun EURO LINK miðar að því að hún sé þægilegur vinnufélagi. Viðmótið er aðgengilegt og hraðvirkt. Tölvan sjálf er í traustum kassa sem með gúmmí umgjörð, sem tryggir að þægilegt er að halda á henni.
EURO LINK býður uppá að taka mynd af VIN-númeri bílsins og fletta bílnum sjálfkrafa upp. Tölvan er tengd við „Skýið“ þar sem hægt er að kalla eftir upplýsingum til að hjálpa við bilanagreiningu.
LAUNCH X-431 ER BILANAGREININGARTÖLVAN SEM ÍSLENSKIR BIFVÉLAVIRKJAR ÞEKKJA OG TREYSTA
Nú hafa yfir 300 LAUNCH X-431 bilanagreiningartölvur verið seldar á Íslandi. Það er því óhætt að fullyrða að LAUNCH X-431 séu bilanagreiningartölvurnar sem flestir íslenskir bifvélavirkjar þekkja og treysta.
LAUNCH X-431 bilanagreiningartölvur eru í notkun hjá bílaverkstæðum, bílaleigum og verktökum. Við gefum fúslega upp nöfn hjá viðskiptavinum ef þú vilt fá að heyra hvernig LAUNCH hefur reynst þeim.
LAUNCH X-431 LES FLEIRI BÍLTEGUNDIR EN NOKKUR ÖNNUR GREININGARTÖLVA
Frá því LAUNCH kynnti X-431 Diagun hefur fyrirtækið verið leiðtogi í framleiðslu bilanagreiningartölva fyrir bíla.
REGLUBUNDIN ÞJÓNUSTA MEÐ EINUM SMELL
REGLULEGAR UPPFÆRSLUR ERU MIKILVÆGUR KOSTUR
Bílar eru í stöðugri þróun. Ekki nóg með að nýjar gerðir komi á markaðinn hraðar en nokkru sinni fyrr, heldur eru bílaframleiðendur að uppfæra hugbúnað eldri bíla með reglulegu millibili. Það er því mikilvægt fyrir bifvélavirkja að vinna með greiningartölvu sem fylgir eftir þróuninni hjá bílaframleiðendum.
Þetta er eitt af aðalsmerkjum LAUNCH X-431. Í hverri viku koma uppfærslur fyrir hugbúnað X-431 greiningartölvanna. Samtals fá viðskiptavinir LAUNCH í kringum 1000 uppfærslur á ári, sem er um þúsund sinnum fleiri uppfærslur en flestar aðrar greiningartölvur fá frá sínum framleiðendum.
Nú fylgja uppfærslur í 24 mánuði með LAUNCH EURO LINK. Eins fylgir 12 mánaða uppfærslur fyrir CarSET rafmagnsteikningar.
Það hefur aldrei verið einfaldara að uppfæra. Nóg er að fara í „Update“ og smella þar á að uppfæra. Vert er að benda á að hægt er að fara aftur í eldri gerðir af hugbúnaðinum sé þess óskað.
SMARTLINK OPNAR ENN FLEIRI DYR
SmartLink fylgir nú með LAUNCH EURO LINK. SmartLink styður PassThru, fyrir J2534, D-PDU og RP-1210. Eins styður SmartLink DoIP (Diagnosis over Internet Protocol), sem þýðir að LAUNCH EURO LINK er tilbúin fyrir greiningarvinnu framtíðarinnar.
CARSET PRO FYLGIR MEÐ
CarSET PRO gagnagrunnurinn er innbyggður í LAUNCH EURO LINK. CarSET PRO gefur aðgang að fjölda tækniþjónustu blaða (TSB) ásamt tenglum á bilanakóða og lausnir. Í CarSET finnur þú einnig rafmagnsteikningar, villukóðaupplýsingar t.d. um vélastýringar, ABS, ESP og loftkælingu. Gagnagrunnurinn inniheldur öll algeng gögn frá evrópskum og amerískum bílaframleiðendum og er stöðugt í þróun. Áskrift að CarSET PRO fylgir í 12 mánuði.
BILANAGREINING Á VÖRUBÍLUM OG RÚTUM
Hægt er að bæta LAUNCH HD-BOX við LAUNCH X-431 EURO LINK. Með HD-BOX er hægt að bilanagreina flestar gerðir atvinnubíla s.s. Mercedes, Volvo og MAN.
ADAS PRO
Í boði er að kaupa ADAS stillikerfi og bæta því við LAUNCH EURO LINK. Sjá ADAS nánar [hér]
TÆKNILÝSING
Hafðu samband og við komum og sýnum þér LAUNCH X-431 EURO LINK greiningartölvuna. Hún er betri en þú þorir að vona – jafnvel þó þú hafir miklar væntingar. Sími: 774-1771
Reviews
There are no reviews yet.