X-431 EURO TAB var fyrsta greiningartölvan frá LAUNCH sem er sérstaklega hönnuð fyrir Evrópumarkað. Nú er EURO TAB III komin. Hún er enn öflugri og notar m.a. Smarbox 3.0, sem er algjör bylting.
Með þessari nýju greiningartölvu tekur LAUNCH enn eitt skrefið inn í framtíðina með tækninýjungum sem ekki hafa sést áður í bílagreiningartölvum. Nú er hægt að taka mynd af VIN-númeri bílsins og LAUNCH X-431 þekkir bílinn sjálfkrafa. Þessi einfalda viðbót við virkni LAUNCH styttir tímann sem fer í að finna rétta bílinn sem flýtir fyrir bilanagreiningu.
LAUNCH X-431 EURO TAB III tengist líka við „Skýið“ og getur kallað eftir upplýsingum þaðan til að hjálpa við bilanagreiningu. Þannig gerir X-431 EURO TAB III bilanagreiningu bæði hraðvirkari og nákvæmari. LAUNCH X-431 EURO TAB III stígur þannig fyrstu skrefin í átt að gervigreind við bilanagreiningu á bílum.
LAUNCH X-431 EURO TAB III notar nýja kynnslóð af tengiboxi til að tengjast bílum. Bæði er þetta box hraðvirkara, þar sem það keyrir á Linux stýrikerfinu. Það hefur einnig innbyggðan stuðning fyrir J2534.
Helstu kostir LAUNCH X-431 EURO TAB III
- Les VIN númer bílsins og flettir honum upp sjálfkrafa.
- Styður flest allar aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í flestum bílum sem eru framleiddir í heiminum.
- Styður modular mælitæki s.s. multimeter, rafgeymamæla, oscilloscope og endoscope
- 12 mánaða aðgangur að Haynes PRO gagnagrunninum fylgir með.
Nú hafa yfir 200 LAUNCH X-431 bilanagreiningartölvur verið seldar á Íslandi. Það er því óhætt að fullyrða að LAUNCH X-431 séu bilanagreiningartölvurnar sem flestir íslenskir bifvélavirkjar þekkja og treysta. X-431 EURO TAB III byggir á traustum grunni X-431 fjölskyldunnar, sem þýðir að notendaviðmótið er kunnulegt þó að virknin hafi aukist.
LAUNCH X-431 LES FLEIRI BÍLTEGUNDIR EN NOKKUR ÖNNUR GREININGARTÖLVA
Frá því LAUNCH kynnti X-431 Diagun hefur fyrirtækið verið afgerandi leiðtogi í framleiðslu bilanagreiningartölva fyrir bíla. Fjöldi bíltegunda sem LAUNCH X-431 EURO TAB les er nú að nálgast áttunda tuginn og fjöldi gerða skiptir hundruðum.
REGLULEGAR UPPFÆRSLUR ERU MIKILVÆGUR KOSTUR
Nútíma bílar eru í stöðugri þróun. Ekki nóg með að nýjar gerðir komi á markaðinn hraðar en nokkru sinni fyrr, heldur eru bílaframleiðendur að uppfæra hugbúnað eldri bíla með reglulegu millibili. Það er því mikilvægt fyrir bifvélavirkja að vinna með greiningartölvu sem fylgir eftir þróuninni hjá bílaframleiðendum. Þetta er eitt af aðalsmerkjum LAUNCH X-431. Í hverri viku koma uppfærslur fyrir hugbúnað X-431 greiningartölvanna. Samtals fá viðskiptavinir LAUNCH í kringum 800 uppfærslur á ári, sem er um 800 sinnum fleiri uppfærslur en flestar aðrar greiningartölvur fá. Að sjálfsögðu fylgja fríar uppfærslur í 1 ár með LAUNCH X-431 EURO TAB III.
BILANAGREININGARTÖLVA SEM GETUR VAXIÐ MEÐ ÞÉR
Hægt er að tengja sensorbox, multimeter, battery tester, oscilloscope og endoscope við X-431 EURO TAB III. Með þessum aukahlutum er hægt að bæta virkni við greiningartölvuna, sé þörf fyrir það.
BILANAGREINING Á VÖRUBÍLUM OG RÚTUM
Hægt er að bæta LAUNCH HD-BOX við LAUNCH X-431 EURO TAB III. Með HD-BOX er hægt að bilanagreina flestar gerðir atvinnubíla s.s. Mercedes, Volvo og MAN.
TÆKNILÝSING
- Android 7,1 stýrikerfi
- 2.0 GHz 8 kjarna örgjörvi tryggir hraða vinnslu
- 10.1” HD skjár (1920×1200)
- 4 GB RAM fyrir stýrikerfi tryggir hraðari vinnslu
- 64 GB innra minni sem hægt er að stækka með minniskorti í 128 GB
- Wi-Fi auðveldar uppfærslur
- Tvær myndavélar. Önnur 13.0mp og hin 8.0mp
- 9360 mAh lithium rafhlaða
Reviews
There are no reviews yet.